Bali - Kína - Singapore

Vona að þú sért núna fyrir neðan pálmatré með kokteil í kókoshnetu í annarri og bók í hinni á meðan nuddarinn sækir meiri olíu! :) ... Jú rétt er það hrýslin mín að svona var lífið á Bali.

Það er æðislegt að opna póstinn sinn og sjá pósta frá fólki sem manni þykir vænt um, hvað þá þegar þeir byrja svona - þetta kallar maður vinkonu!

Ég er doldið mikið á eftir áætlun bæði í póstkortaskrifum og e-mail skrifum.  Veit að mér er það fyrirgefið.  Það er pínu tilgangslaust að senda póstkort þegar maður er með blogg, mail og síma, nema þá kannski fyrir elsta settið sem er kannski ekki beint á netinu.

Svona til að hafa það á hreinu þá nota ég ekki hotmailið mitt fyrir pósta heldur bara fyrir MSN, en ég nota barbarainga@gmail.com og HÍ pósturinn flyst þangað.

Allavegana...

Kína: Peking - Xi'an - Sjanghai - Peking

Mjög töff að gleyma MÚRNUM í síðustu færslu.  Svolítið lýsandi fyrir stemninguna - vorum alltaf svona á leiðinni.  En ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa farið.  Mjög gaman.  Athyglisvert að vera á stað eins og Kínamúrnum og aðal sportið á innlendum **túristum var að taka myndir af okkur.

Xi'an var vel þess virði að fara til.  Vorum doldið að velta því fyrir okkur hvort við ættum að fara en þar sem við lengdum Kínaheimsóknina um tvo daga þá ákváðum við að skella okkur og skoða nýju stórvinina okkar.  Borgin sjálf kom líka skemmtilega á óvart.

Shanghai.  Gaman.  Skemmtileg hverfi.  Andstæður.  Útsýni.  Barborð.  Matargata.  Vekjaraklukka.  Siglandi auglýsingaskilti.  Miami Vice á kínversku.  Ísinn.

Eftir þetta ferðalag okkar var ferðinni heitið aftur til Peking.  Fórum á markað, vonandi þann síðasta í langan tíma.  Fórum síðan að hitta Alla og Atla á torgi hins himneska friðar.  Það var æðislegt.  Er og verður pottþétt alveg rosalega minnisstætt... Gaman að mæla sér mót við æskuvini sína svona bara á torginu, ekki alveg Eiðistorgi, en ég meina.  Þetta gerði svo mikið fyrir mig.  Nesið ó Nesið!

Búslóðin okkar var ekki geymd á bakinu í litla ferðalaginu.  Ónei.  Lúxus.  Við gistum í heimahúsi í Peking.  Vá.  Lúxus.  Hildur (systir Helgu Láru) og Fanney eru þær eru voru svona æðislegar.  Þær vita smá hvað lúxus er, og höfðu meira en skilning á þessu öllu saman.  Algjörir snillingar.  Þær fórnuðu sér svo í að fara með okkur á djammið.  Djamm sem endaði á torgi hins himneska friðar.  Toppiði það!

i-Kína-Hildur 016

Fram á rauðan morgun...

Ferðinni var því næst heitið til Bali.  Ákváðum að færa okkur *aðeins* upp um klassa hvað varðar gistingu.  Bali var afslöppun út í eitt.  Sáum hótelið, ströndina og veitingahúsagötuna.  Þangað á ég eftir að hugsa þegar ég er komin í geðveikina heima og mig langar bara að liggja og slaka í tær eins og perlan mín myndi orða það.  Virkilega ánægð með dvölina á Bali, besta sturta, rúm, loftræsting, sundlaug, strönd, og ég veit bara ekki hvað og hvað sem ég hef komist í í langan tíma.

En núna er það Singapore.  Singapore er hlaðborð.  Höfum ná að kovera það helsta, m.a. Sentosa eyjuna, Kínahverfið, Indlandshverfið (vá hvað indverskur matur er góður!) og einhverskonar waterfront.  Tókum ekta túristadag í dag, fórum um borgina í svona túrista bus og hoppuðum út á stöðum sem okkur fannst áhugaverðir.  Stoppuðum m.a. við Hæstarétt, glæný bygging sem er eins og geimskip en atmóið var virkilega gott og við fylgdumst með svikamáli þar sem dómarinn gerði í því að gera grín að lögmönnunum.  Síðan var bara keyrt um í þessari mini heimsborg.

Ég er mjög forvitin um Singapore.  Finnst hún leyna svolítið á sér - eitthvað duló - doldið spennó!

Í kvöld verður það Singapore Sling og Mojito á bestu stöðunum í bænum.  Hef ég ákveðið að tileinka 6. hæð Landsvirkjunar kvöldið.

Menntamálin verða skoðuð á morgun og síðan er það flug til Sydney... 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum ánægð með myndina!!! :) Ógisslega gaman að "sjá" þig! Hlökkum til að "heyra" í þér næst. (er ekki megatöff að tala í fleirtölu? hehe). 

M+3

María (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 14:52

2 identicon

Mikið var gaman að þú skulir enn muna eftir genginu á 6. hæð H68. Það hefur verið gaman að fylgjast með ykkur stöllum í þessu magnaða ferðalagi. Af okkur er allt gott að frétta. Helga Gvuðrún farin á söngferðalag með Björk og jólahlaðborð annað kvöld ........... svona er lífið á sjöttu! Hafðu það áfram yndislega gott og njóttu nú part II. Stór koss frá Pakkinu!!!

Hulda (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 16:07

3 identicon

vá hvað þú lítur vel út sæta mín... þessi ferð ykkar er alveg ótrúleg að enda djamm á torgi sem er aðeins svalara en eiðistorgi eða glerártorgi án þess að vera að gera lítið úr því... njóttu þess í botn að vera þarna ég er með þér í anda

sigyn (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 20:50

4 identicon

Knús knús knús; ég fæ gæsahúð í hver skipti sem ég kíki hér inn.  Vildi að ég hefði verið með kókoshnetu á ströndinni á Balí ;-)

Knús frá Köben - þín íris

ILS (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband