Cambridge er í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið það síðan ég var 18. Það sumar leigði ég herbergi af brjálaðri konu og vann á bar þar í borg. Vægast sagt viðburðaríkt sumar. Barinn sem ég vann á er svona bistro bar líkt og Vegamót, svipuð stemmning en gríðarlega stór og flottur!
En það er nú ekki eina skiptið sem ég hef komið þangað ... ó nei... síðastliðið sumar var ég þar í tvo mánuði að nema lög við lagadeildina þar, um var að ræða námskeið í lögfræði, í Cambridge University. Gríðarlega fróðlegt og skemmtilegt. Síðan hef ég farið tvisvar sinnum með frænkuklúbbnum ,,pandbirnafélagið - með í ferð á Jesus Lane og svo oft oft oft þar á milli. En af hverju Cambridge ? Jú mín kæra systir býr þar, hún Þóra.
Í vikunni fékk ég einmitt glaðning frá Cambridge sem á eftir að koma sér vel í reisunni. Um er að ræða handklæði, sem er pakkað saman í mjög litla pakkningu þrátt fyrir að vera á stærð við strandarhandklæði, úr eins konar apaskinni og þornar gríðarlega hratt algjör snilld. Hún Þóra mín hugsar fyrir öllu og þekkir sína systur, ekkert viðbjóðslegt handklæði á hosteli takk.
Annars er planið enn í vinnslu verður það örugglega fram að brottför, en nýjasta vandamálið er að við erum gjörsamlega búnar að sprengja miðann og við gætum þurft að fórna Bali!!!
Passinn er kominn heim áritaður! tékk
Eitt að lokum...
Fór í banka
úti búið
Með kveðju úr bergi laganna...
Streisand
Bloggar | 18.8.2006 | 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vegabréfið er ( vonandi ) í Osló
Til að geta farið til Indlands þá þurfum við áritun.
Fylltum út umsókn, fórum í kassann í Kringlunni í myndatöku (photo-booth!!!), þar sem við AP komust að því að svona kassar gera ekki mikið fyrir mann, tókum út pening til að senda, keyptum frímerki og sendum þetta af stað. Áætlað er að vegabréfið komi á Frónið í lok vikunnar. En pósturinn er alveg ,,á tánum getum fylgst með ferðinni á postur.is!
Annars er lítið að gerast með plönin þessa dagana, Anna á ferðaskrifstofunni er í frí. Það mál verður klárað í næstu viku. Við komust ekki til Argentínu erum frekar fúlar en það verður gert seinna.
Sprautu - vesenið er endalaust...vorum sprautaðar í dag ég gerði gríðarleg mistök með lyf sem ég á að taka!?!? frekar dýr mistök. Síðasta sprautuferðin verður 24. ágúst!
Mæli ekki með að vera í prófum og vera á leiðinni í heimsreisu einbeitingaskortur.is
Bloggar | 9.8.2006 | 23:55 (breytt 10.8.2006 kl. 00:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór í sprautur á föstudaginn, í raun var þetta samt bara ein sprauta!
Mjög einfalt fékk hluta II fyrir lifrabólgu a og b.
Mér finnst þessi stemmning, þ.e. þegar sprautunni er stungið í mann mynna svolítið á ákveðið atriði í pulpFiction, þegar ég spurði AP að því um daginn, hvort hún væri sammála mér þá tilkynnti hún mér að hún væri ekki búin að sjá hana HA!
Til úrskýringar á færslunni Sprautur I. hluti.
Bloggar | 7.8.2006 | 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9. sept. = RVK - London
11. sept. = London - Johannesburg
25.sept. = Johannesburg - Mumbai
1. okt. = Mumbai - Delhi
7.okt. = Delhi - Kathmandu
14.okt. = Kathmandu - Bangkok
25.okt. = Bangkok - Tokyo
2.nóv. = Tokyo - Beijing
11.nóv. = Beijing - Singapore
14.nóv. = Singapore - Bali
19.nóv. = Bali - Singapore
21.nóv. = Singapore - Sydney
1.des. = Sydney - Auckland (Nýja Sjáland)
9. des. = Auckland - Nadi (Fiji)
17. des. = Nadi (Fiji) - Los Angeles
19. des. = Los Angeles - New York
5. jan. = New York - London
6. jan. = London - RVK
Þetta er ekki endanlegt.
NY pælingin er að fljúga þangað og vera þar fram að jólum og fara þá með flugi til Miami. Við verðum svo örugglega á Bahamas um jól og/eða áramót - en það er e-ð sem við ap höfum sett í hendurnar á Bjarna Má til skipulagningar.
Bloggar | 3.8.2006 | 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
...en ávallt þegar þessi hópur kemur saman þá er alltaf eitt sem framkvæmt er, það er spáð í bolla. Þetta eru einu skiptin sem ég drekk kaffi, ég læt mig hafa það, algjör viðbjóður. Ég þarf að sturta kaffinu í mig, framkvæma mjög skemmtilega athöfn og síðan er beðið. Síðan hefst það - það er byrjað að rýna í bollann. Þetta er alltaf mjög spennuþrungin stund, því ýmislegt hefur komið fram sem við viljum telja að síðar hafi orðið að raunveruleika. Í þetta skipti var mikið að gerast í mínum bolla. Heimsreisan var m.a. á staðnum og samkvæmt því sem bollinn bar með sér þá erum við anna pála ekki að fara tvær í reisuna jess sör við erum ekki að fara tvær samkvæmt bollanum eru þrír aðilar að fara í þessa ferð saman. Ekki er talið samkvæmt aðal bolla spákonunni að um preggó mál geti verið að ræða, heldur ætti þetta að vera fullorðin manneskja. Það sem mér dettur helst í hug er að þetta eigi að vera Bjarni Már eða Rut sem við eigum bókað eftir að hitta í usa. En þær vildu halda því fram að um meiri part ferðarinnar væri að ræða, þannig að þetta er duló...kannski eigum við eftir að hitta einhvern á leiðinni sem ákveður að fara á flakkið með okkur - Ich weis es nicht þetta á eftir að koma í ljós og ég bíð spennt. Eftir miklar pælingar var hellt kaffi aftur í bollann og það drukkið!!!
Bloggar | 31.7.2006 | 15:26 (breytt kl. 16:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- klára ferðaplanið (dagsetningar og reyna að koma okkur til Argentínu)
- fara í sprautur (II.hluti)
- sækja um nýjan passa
- útvega vegabréfsáritanir
öðru verður reddað eftir 23. ágúst.
Bloggar | 26.7.2006 | 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áætlað er að brottför frá Íslandi verði 9. september.
London-Jóhannesarborg áætlað 11. september
Bloggar | 14.7.2006 | 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við Louis höfum verið saman núna í rúmt ár. Sambúðin og samveran hefur gengið mjög vel. Á þessu rúma ári höfum við samt þurft að vera aðskilja og var það í nokkuð langan tíma. Á þeim tíma var ég vængbrotin, söknuðurinn var gríðarlegur, þetta var erfiður tími, - ég hélt að ég myndi aldrei sjá hann aftur. Þetta var hræðilegt.
Góð vinkona sá hvað ég átti erfitt, hún þoldi ekki að sjá mig svona þannig að hún fann fyrir mig rebound. Hann kom að góðum notum og uppfyllti þarfir mínar að því marki sem hann gat. En ég var ekki fullnægð, söknuðurinn var ennþá til staðar - ég var brotin.
Louis kom aftur til mín hann gat ekki skilið við mig.
En ég var að átta mig á því að ég og Louis verðum aðskilja aftur, og það í 4 mánuði.
Þetta á eftir að vera erfiður tími og þetta á eftir að reyna á sambandið. Samband sem hefur í raun einkennst að gríðarlegum skilningi, samband sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt, samband sem er fullorðins. Hann Louis hefur komið fram við mig eins og prinsessu og hann hefur dekrað við mig, leyft mér allt sem mig langar til. En þegar það hefur verið hart í ári þá hefur hann passað upp á mig.
Við Louis höfum fengið félagsskap öðru hverju frá henni Karen. Við Karen höfum farið nokkrum sinnum út saman, þrátt fyrir að Louis hafi verið meira með mér, verið nánari mér.
Þegar ég fer í reisuna þá þarf ég að skilja þau bæði eftir heima. Ég vona að Louis hætti að vera afbrýðisamur út í Karen, þótt hún sé meira áberandi, hann á að vita að hann verður alltaf númer eitt í mínu lífi. Ég vona að þau verði vinir. Þau munu vera hlið við hlið í kjallaranum í 512, ég vona bara að þau rækti sambandið og rækti margt annað í leiðinni þarna í hvelfingunni.
Ég á eftir að sakna þeirra þ.e. Mr. Vuitton og Miss Millen.
Bloggar | 10.7.2006 | 12:55 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrsta ferð í sprautur lokið tékk!
Búin að fá 4 sprautur í upphandlegginn, fyrir mænusótt, stífkrampa og barnaveiki, taugaveiki og lifrabólgu a og b (fyrsti hluti af þremur).
Hjúkkan sem sá um þessa aðgerð fannst ég ekkert sérstaklega fyndin þegar ég bað um barbí plástur. Hún benti mér á að ég væri orðin fullorðin ég benti henni á að ég héti Barbara! En henni fannst fyndið þegar ég hörfaði aðeins þegar hún var að fara að stinga fyrstu sprautunni...
Þetta var ekkert vont, en einhverju hluta vegna var ég smá nerfus fyrst.
Þetta var náttúrlega næstum því gefins eins og allt svona lagað. Þetta er svona eins og með jarðafaratilkynningarnar í blöðin, alveg ógeðslega dýrt en maður getur ekki sleppt því. Ég hringi ekki og spyr hvað þetta muni kosta og velti því svo fyrir mér hvort ég ætli að gera þetta eða ekki (gerði það bara fyrir fjárhagsáætlunina). Ég hef í rauninni ekkert val, maður mætir bara og síðan borgar maður. Þetta fyrsta skipti kostaði 9000 kall og þessu er ekki lokið, þetta er rétt að byrja... ég spái því að þetta muni vera svona í mestalagi 25.000 kall allt í allt - ég geri að minnstakosti ráð fyrir því!
Bloggar | 5.7.2006 | 13:12 (breytt kl. 13:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir að vera búin að vera í gríðarlegum samningaviðræðum við gerð ferðaplansins, er ég búin að komast að því að Singapúr er staðurinn til að fara til & fara frá og a - afríka er ekki staðurinn til að fara til né fara frá!!!
djöfull er ég að verða geðveik á þessu!
Það sem er orðið nokkuð frekar mikið ljóst er að við förum allavegana til S - afríku, Indlands, Kína, Japan, Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji og Bandaríkjanna. Samt ekki alveg í þessari röð og eitthvað á eftir að bætast við - með nokkrum vonandi ekki fleirum en tveimur - stoppum í Singapúr!
Vinnan og ferðaplans - samningaviðræður eru málið til að öðlast ótrúlega þolinmæði, þótt að hún hafi verið þó nokkur áður en þetta hófst allt saman!
Bloggar | 30.6.2006 | 13:42 (breytt kl. 13:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
við-ið í 4 mán
kvk&kk
- Alli
- Vigga
- Rúnar nesið
- merin begga, vigga og co.
- Magnús blak - frændinn
- Brynja Lv / Búrfell
- Perlan
- Ingi Freyr
- Gústi
- Halli
- Strumpurinn
- Hrafn
- Auðunn&Vala
- Sty
- Fanney
- Jóhann&Rut
- Þórdís
- Skagfjörð
- Bjarni Már
- Zimsen
- Eva Baldurs
- Vala
- Leifur
- Þórhildur Líndal
- Laufey
- Rún
- Biggi
- Valdi
- Vigdís Eva
- Árni Helga
- Haukur Logi
- Ósk
- Snorri
- Villi Vill
- Kristín Þóra
- Maggi Már
- Gunna Dóra á miðjunni!
- Arndís .is
- Sumblínurnar nesið!
- Diljá Hipp&kúl
- María Rún hrýslin
dótarí
- Vefsetur íslenskra sendiráða o.fl.
- undur veraldar !?!?!
- visa til Ástralíu
- Travelers' Health
- Tíminn
- Gengi
Besti vinur minn
- Íslandsbanki - Glitnir verndari heimsreisunnar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar