,,Ég gæfi heiminn fyrir svona ferð..."

...sagði ein vinkona mín við mig þegar ég vann ferðina!!! 

 - maður brosir bara -


Ég verð (að mestu leyti) bara í vatninu!

Undanfarna daga hef ég verið að átta mig meira og meira á því hvað það er stutt þangað til við förum af stað. Þótt stutt sé þá er alveg gríðarlega margt sem ég þarf að klára áður en ég get eiginlega leyft mér að hugsa um ferðina...

Sumarpróf*, vinna á Háaleitisbraut 68 og Aragötu 8, finna út úr ferðaplaninu, pakka búslóðinni og flytja hana í kjallarann til ma&pa, ákveða hvort ég ætla til Lundar í janúar í skiptinám, fara á Footloose og í brúðkaup, svo jafnvel fara í sprautur, redda vegabréfsritunum og pakka (sem minnst) fyrir ferðalagið.

Það verður bara ekkert að gera næsta tvo og hálfan mánuðinn

* skálað verður fyrir ba-prófi í Asíu!


við ið

Hver er hinn helmingurinn af við-inu...jú það er hún Anna Pála Sverrisdóttir.

Anna Pála er með mér í bekk og er alveg gríðarlega hress og klár stelpa.

Þykir mér mikill kostur að Anna Pála býr yfir alveg gríðarlegum fróðleik sem margir aðrir geta ekki státað sér af einnig er hún alveg rosalega fyndin og uppátækjasöm (sem er kostur). Þetta – og margt fleira - gerir það að verkum að ég þykist vita að hún Anna Pála verður virkilega skemmtilegur ferðafélagi.

 

Það að bjóðast að fara í heimsreisu er tækifæri, en það kostar peninga, kærastar né börn eru með í för og maður stundar ekki skólann á meðan! – þetta hefur áhrif á ákvörðunartöku um að fara í heimsreisu eða fara ekki. En Anna Pála lætur það ekki á sig fá – hún sendir bara kallinn til útlanda, hagræðir skólanum, vinnur vonandi í lottó seinna og á ekki börn.

 

Við erum að fara – það er orðið nokkuð ljóst – spurning um að láta hana skrifa undir...  Glottandi

ætli það verði ekki teknar tvær / þrjár í þessum fíling // spurning um að hafa þær ekki í svart - hvítu...


c_documents_and_settings_huldaks_desktop_aps_bia.jpg

15 áfangastaðir - valið úr 800 áfangastöðum í 130 löndum!

Þetta er ekki alveg svona einfalt. Með 15 áfangastöðum er átt við 15 flugferðir (15 leggir), en er í raun 17 því talið er frá London. Fljúgum við því fyrst til London og frá London hefst 15 leggja miðinn. Svona til að hafa það á hreinu þá fljúgum við ekki alltaf til baka til London og förum svo á næsta stað (sumið hafa misskilið þetta þannig!) heldur fljúgum við frá London til stað x og frá stað x til stað y o.s.frv.

Er heimsreisumiðinn búinn til í gegnum star alliance, og sér kona að nafni Anna á Ferðaskrifstofu Íslands um þetta fyrir okkur. (eða í rauninni fyrir bankann Glottandi )

En hvernig er staðan á þessu núna, hvenær og hvert verður farið?  Ég veit það ekki alveg!!! Við vitum hvert við viljum fara, búnar að búa til plan. Hún Anna er búin að fá planið og er að vinna í þessu. Eigum við von á því að fá uppkast að ferðaplaninu/miðunum á morgun. Hvað gerist svo... við verðum örugglega ekki alveg sáttar með það plan og förum við þá í ,,samningaviðræður” við hana Önnu um að breyta og bæta.  

Það eina sem ég er nokkuð viss um er að við förum til London 10 - 11.sept. og komum til baka í byrjun janúar 2007 - byrjum í Afríku og endum í Bandaríkjunum. 


Hvernig vinnur maður svoleiðis...?

c_documents_and_settings_huldaks_desktop_mi_arnir.jpg

ha...vannst'u heimsreisu... & bíddu bíddu hvernig vinnur maður svoleiðis? eru algengustu “spurningarnar” sem ég hef fengið í sambandi við þessa ferð.  

En hvernig vinnur maður heimsreisu, það eru örugglega margar leiðir til þess en ég veit að mín (óvænta) leið var að vera í viðskiptum við ákveðinn banka, Íslandsbanka.

Málið var nú einfaldlega þannig að ég var úti í banka (512) að vesenast út af íbúðarkaupum (íbúðin á Sólvallagötunni) og var að ræða við þjónustufulltrúann minn.

Hún sagði: ,,barbara ertu ekki alveg örugglega í námsmannaþjónustunni”  - ég sagði ,,ég hef ekki hugmynd – ég þarf þess ekkert – ég þarf ekkert tölvukaupalán eða e-ð svoleiðis” hún sagði þá m.a.: ,,þú færð 2 bíómiða á matrix* ég hugsaði með mér...mig langaði að sjá þá mynd þannig að ég var bara jæja þá, ég tapa allavegana engu á því. síðan bætir hún við; heyrðu og fylltu þetta út og settu í kassann þarna. – ok hvað er þetta leikur! Síðan hélt bara íbúðarvesenið áfram...

Einhverju seinna fékk ég símhringingu, ég var á hinni línunni þannig að það var talað inn á talhólfið. Það var einhver kona sem sagði e-ð á þá leið, ,,er að hringja frá íslandsbanka, hringdu endilega í mig, þetta er ekkert slæmt og ekkert vesen...” ég náttúrulega hringi og var að bíða eftir að e-ð hefði klúðrast í þessum íbúðarkaupum...but no, þú vannst heimsreisu – fyrir tvo – þú varst dregin út. Og ég bara ha? Hvað meinaru? Af hverju?  - það sem fór í gegnum hausinn á mér var að sumblínurnar væru að gera grín af mér og týpískt e-ð svona í grín í útvarpinu. Þannig að ég varð að hljóma töff. En þær voru ekkert að rugla í mér...það var og er satt - ég vann heimsreisu -  ég fór síðan í móttöku í Íslandsbanka og það kom mynd af mér og bankastjóranum í Nesfréttum!!! (sem er klárlega toppurinn sem x-nesbúi - einmitt!!!)

Svona fer maður að því að vinna heimsreisu, maður veit bara ekki af því að maður sé með í heimsreisuleik og í staðinn fær maður að sjá heiminn!

Ég hef nokkrum sinnum verið spurð að því, hvar ég hefði varið stödd þegar það var hringt í þig og hvort ég hefði ekki öskrað...svarið við því er að ég var í íbúðinni - sem var ástæðan fyrir veru minni í bankanum - að tala við iðnaðarmenn. Hélt náttúrulega kúlinu (sbr. vera töff) þannig að ég öskraði ekki. Kláraði samtalið við íslandsbankadömuna og hélt svo áfram að tala við iðnaðarmennina! Þess má geta að ég öskraði samt þegar ég fékk stúdentsritgerðina mína til baka í kvennó, spurning um meiri gleði; góð ritgerðareinkunn eða heimsreisa? - kalt mat!

* gott að ég þurfti að spyrja maríu rún hvaða mynd það var sem ég fékk miða á – þetta gerðist bara í gær!


þjófóttur skríll

Þjófóttu skríllin koma saman í kvöld Svalur

3 af 4 hafa verið á leiðinni í heimsreisu – magnað – já !

ójá...ég vann heimsreisu - & það fyrir tvo!

tja það eru komin ca. 3 ár síðan en hva sumt tekur bara meiri tíma en annað að skipuleggja. Frá því ég vann ferðina hefur margt breyst vægast sagt, en ferðin hefur ávallt verið með í 5 ára planinu, hvort sem það hefur verið plan a eða b - eða c ef út í það er farið. Ferðafélagar, staðir í heiminum, tímasetningar, bödjet, lengd ferðalags, dótararí með í ferðina, og bara allt hefur breyst oftar en ég get talið. Á köflum hef ég verið á leiðinni að henda þessari ferð, selja hana, fara bara ein, fara bara með fullt af fólki, vera í ferðalagi í marga marga mánuði, koma bara aldrei heim aftur, fara út um allt, fara bara til einnar heimsálfu o.s.frv. - endalaust - það hefur endalaust breyst og ný sjónarhorn komið til skoðunar.  Vinkonur, ma&pa og þóra systir hafa hlustað og þolað þetta... kannski í von um að fá að fara með...

Hvernig er staðan á þessari ferð minni - hver veit - ég mun deila því með ykkur hinum hér á veraldarvefnum, ég verð komin til afríku eftir 3 mánuði - 3 mánuðir til stefnu - það er allt að gerast – nú hefst það...

Góða ferð!

------------------------------------------------------------

Ég hélt að ég myndi aldrei vera með blog aftur, frá því að ég var með lélegasta blog í heimi hér um árið, en það er komið að því... maður á víst aldrei að segja aldrei!!!

Markmið þessa bloggs er að blogga um allt tengt þessari heimsreisuferð minni og sem minnst um e-ð annað. Ég er svona að mana mig upp í að vera bara svolítið frökk að setja inn, bara láta það flakka, hversu persónulegt sem það er (en það eru takmörk; ma&pa & sumt kemur bara engum við). Ákvarðanatakan um hvað fer inn og hvað ekki verður vægast sagt ekki málefnaleg.

Tilgangur bloggsins er fyrst og fremst að vera eins konar dagbók um allt tengt þessari ferð. Er það gert fyrir mig sjálfa til að hjálpa mér að rifja upp þegar ég kem heim aftur, en af hverju þá á netinu ... júbb því mig langar að deila þessari reynslu með familíunni og hinum sem skipta mig máli – svo ekki verði um endalausar ferðasögur þegar ég kem heim – það er svo leiðinlegt að hluta á svoleiðis! Ég ætlaði alltaf að fá mér læst blogg þannig að ég gæti stjórnað því hverjir læsu það en ég kann ekki á svoleiðis - og ákvað bara "fokkit" (djúpa laugin) - ég les blogg hjá ótrúlegasta fólki og hef gaman af - ég ætla bara að leyfa fólki eins og mér að njóta, og jafnvel hneykslast - hver hefur ekki gert það!  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband