Brottfarardagur !

Þá er komið að því, dagurinn er runninn upp sem ég hef beðið eftir í nokkuð langan tíma.

Búið er að tikka við allt á skipulagslistanum, sem þýðir að hægt er að fara að leggja í’ann.

Byrjað verður á að fljúga til London, Þóra systir í Cambridge ákvað að vera svo æðisleg og bjóða okkur til sín og verðum við þar í 2 næstur. Planið er að fara í Boots og útivistarbúðir og klára allt sem við þurfum að gera sem við ákváðum að gera ekki hér á klakanum.

 

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og knúsin undanfarna daga.

Klárlega besta heillaráðið er: ,,... og passaðu þig á því að verða ekki étin"!!!

 

Fuck það er komið að þessu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frá rúnka: Góða ferð og skemmtu þér vel, samt ekki of vel!

Get toppað þetta heillaráð. Ekki gefa öpum nammi!

Just trust me on this one!

rúnar (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband