GSM - inn mun virka í reisunni!

Ég hringdi í þjónustuver Símans í gær, sem er nú ekki frásögu færandi nema hvað ég fékk geðveikt góða þjónustu og góðar fréttir.

Daman í þjónustuverinu (sem er örugglega sumarstarfsmaður) sagði mér að ég get notað gsm – símann minn ,,nánast” allstaðar í heiminum, ég býst við að ,,nánast” séu svona þessar helstu borgir, en þetta er vegna þess að síminn minn virkar í þremur mismunandi kerfum!?!?!

Þegar hún var búin að segja mér þetta, þá var ég alveg viss um að þetta væri alveg morðdýrt. En svo er ekki, svona fyrir utan að hringja sjálf heim – það er bilað dýrt, en það kostar mig ekkert að taka við sms – um, en það kostar mig 49 krónur að senda sms og 39 krónur á mín að taka við símtali.

Þótt þetta sé nú ekki beint ódýrt þá er þetta bara nokkuð gott svona miðað við hvað ég hélt!

 

Ekki nóg með það, þá var þjónustu - daman það næs að hún sendi mig á einhvern tæknigaur og hann fór með mér í gegnum það hvernig ég tæki talhófið af þar sem það er víst rosa dýrt að hafa svoleiðis í útlöndum. Síðan hvernig ég gæti látið símann leita af kerfum ef þess þyrfti, en hann sannfærði mig um að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af því.

Síðan óskuðu þau mér góðrar ferðar – í sitthvoru lagi þó.

 

Þetta gerir það að verkum að fólk má, mín vegna, bara vera í því að senda mér sms - en ekki búast við svari!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk líka geðveikt góða þjónustu í gleraugnabúðinni í bláu húsunum í Skeifunni. Mundu bara að ganga alltaf með símann í hendinni með innstimplað númerið hjá e-m sem gæti bjargað þér ef þér yrði rænt!!! Kv sumbl A

Sumblína A (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 11:56

2 Smámynd: Reisubok Barboru Ingu

Ég er að segja þér það, málið er að sumarstarfsmenn eru ennþá að!!!

Þetta verður allt spurning um viðbrögðin hjá þeim sem svarar ;)

Reisubok Barboru Ingu, 31.8.2006 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband