I heart Cambridge

Cambridge er í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið það síðan ég var 18. Það sumar leigði ég herbergi af brjálaðri konu og vann á bar þar í borg. Vægast sagt viðburðaríkt sumar. Barinn sem ég vann á er svona bistro bar líkt og Vegamót, svipuð stemmning en gríðarlega stór og flottur!

En það er nú ekki eina skiptið sem ég hef komið þangað ... ó nei... síðastliðið sumar var ég þar í tvo mánuði að nema lög við lagadeildina þar, um var að ræða námskeið í lögfræði, í Cambridge University. Gríðarlega fróðlegt og skemmtilegt. Síðan hef ég farið tvisvar sinnum með frænkuklúbbnum ,,pandbirnafélagið - með í ferð – á Jesus Lane” og svo oft oft oft þar á milli. En af hverju Cambridge ? Jú mín kæra systir býr þar, hún Þóra.

Í vikunni fékk ég einmitt glaðning frá Cambridge sem á eftir að koma sér vel í reisunni. Um er að ræða handklæði, sem er pakkað saman í mjög litla pakkningu þrátt fyrir að vera á stærð við strandarhandklæði, úr eins konar apaskinni og þornar gríðarlega hratt – algjör snilld. Hún Þóra mín hugsar fyrir öllu og þekkir sína systur, ekkert viðbjóðslegt handklæði á hosteli takk.

 

Annars er planið enn í vinnslu – verður það örugglega fram að brottför, en nýjasta vandamálið er að við erum gjörsamlega búnar að sprengja miðann og við gætum þurft að fórna Bali!!!

 

Passinn er kominn heim – áritaður! – tékk

 

Eitt að lokum...

 

Fór í banka

úti búið

 

Með kveðju úr bergi laganna...

Streisand


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fór í banka
ekki banka

Hafdís (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband