Aðskilnaður!

Við Louis höfum verið saman núna í rúmt ár. Sambúðin og samveran hefur gengið mjög vel. Á þessu rúma ári höfum við samt þurft að vera aðskilja og var það í nokkuð langan tíma. Á þeim tíma var ég vængbrotin, söknuðurinn var gríðarlegur, þetta var erfiður tími, - ég hélt að ég myndi aldrei sjá hann aftur. Þetta var hræðilegt.

Góð vinkona sá hvað ég átti erfitt, hún þoldi ekki að sjá mig svona þannig að hún fann fyrir mig ”rebound”. Hann kom að góðum notum og uppfyllti þarfir mínar að því marki sem hann gat. En ég var ekki fullnægð, söknuðurinn var ennþá til staðar - ég var brotin.

 

Louis kom aftur til mín – hann gat ekki skilið við mig.

 

En ég var að átta mig á því að ég og Louis verðum aðskilja aftur, og það í 4 mánuði.

Þetta á eftir að vera erfiður tími og þetta á eftir að reyna á sambandið. Samband sem hefur í raun einkennst að gríðarlegum skilningi, samband sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt, samband sem er fullorðins. Hann Louis hefur komið fram við mig eins og prinsessu og hann hefur dekrað við mig, leyft mér allt sem mig langar til. En þegar það hefur verið hart í ári þá hefur hann passað upp á mig.

 

Við Louis höfum fengið félagsskap öðru hverju frá henni Karen. Við Karen höfum farið nokkrum sinnum út saman, þrátt fyrir að Louis hafi verið meira með mér, verið nánari mér.

 

Þegar ég fer í reisuna þá þarf ég að skilja þau bæði eftir heima. Ég vona að Louis hætti að vera afbrýðisamur út í Karen, þótt hún sé meira áberandi, hann á að vita að hann verður alltaf númer eitt í mínu lífi. Ég vona að þau verði vinir. Þau munu vera hlið við hlið í kjallaranum í 512, ég vona bara að þau rækti sambandið og rækti margt annað í leiðinni þarna í hvelfingunni.

 

Ég á eftir að sakna þeirra þ.e. Mr. Vuitton og Miss Millen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Múhahha.... ég missti mig alveg þegar ég las þetta:) Ég verð þó að viðurkenna að ég var ekki að fatta hvað þú áttir við með Louis fyrr en Miss Karen Millen var nefnd þá small þetta allt saman-enda flottasta búðin í bænum:)
Þú bara leggur þig hart fram Barbara mín að finna slíkar snilldar búðir í heimreisunni miklu og bæta þér upp fyrir missinn!!!
En mín skal passa vel upp á Mr. Vuitton og Miss Millen á meðan á ferðalaginu stendur:)

Sé þig skvís kv. Elín Thelma og takk fyrir Gray's í gær, ég get ekki beðið eftir næsta.

Elín Thelma (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 15:43

2 identicon

andsk.textinn datt út! fnæs! kv.Unns

unnur (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 18:42

3 identicon

STutt útgáfa:
1. Ég á alla Grey´s seríuna sem er komin út tölvunni ef þú vilt
2. Hvernig ertu að bonda við the "owner´s right"?
3. Man eftir aðskilnaðinum við Luis á Hverfis, það var dramó.

Unnur (IP-tala skráð) 11.7.2006 kl. 18:44

4 Smámynd: Reisubok Barboru Ingu

ég segi nú takk fyrir mig Elín - Reynir er alveg að standa sig í eldhúsinu ;) Samt frekar skrítið að prinsessan hafi ekki verið heima.

1. hehe þetta er frekar gott eins og þetta er, Elín og Reynir bjóða mér alltaf í mat á mánudögum og síðan er horft á Grey´s. Skv. mínum heimildarmanni sem er Elín Th. þá er nú bara einn þáttur eftir, en það viðurkennist að þetta er frekar spennandi.

2. ég og the "owner´s right" erum að bonda. Samt ekki eins vel og ég og hann Louis minn en samt er bonding í gangi – sem er ágætt. En eins og alltaf þá mætti þetta ganga hraðar fyrir sig, en þetta kemur víst allt með kaldavatninu! vona að þú og the "owner's right" séuð að bonda!!!

3. Dramatíkin hefur aldrei verið eins mikil og kvöldið sem hann Louis minn ákvað að fara frá mér. Það var vægast sagt rosalegt. Vorkenni þeim sem voru á svæðinu en er í leið þakklát ákveðnum aðilum fyrir aðstoðina. En gleðin var aftur á móti rosaleg þegar lögreglan hringdi og Louis kom heim.

Reisubok Barboru Ingu, 12.7.2006 kl. 10:38

5 identicon

hahahaha, ég fattaði þetta ekki fyrr en alveg í lokin, ef það má kalla það að fatta það. Góður penni Barbara ;)

Bergrún (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 13:38

6 identicon

Ég man þegar Louis kom í leitirnar, það var góður dagur.

Vigdís (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 10:27

7 Smámynd: Reisubok Barboru Ingu

Til að leiðrétta misskilning sem hefur myndast hjá nokkrum þá eru bæði Louis og Karen seðlaveski, sem ég held mikið upp á (greinilega). Þau eru ekki manneskjur í mínu lífi, hvorki vinir né e-ð annað, ekki hjálpartæki, ekki bangsar.

Sumir hafa haldið að færslan eigi að þýða eitthvað meira en sambandið milli mín og seðlaveskjanna, (sbr. þá kaflinn um samband mitt og Louis) það er reyndar rétt en klárlega ekki í þeirri merkingu sem fólk heldur flest. Ef fólk þekkir mig sem ég er farin að efast um, (ég held því núna fram að ég sé misskilin, líkt og misskilin listamaður), þá er þetta ekkert nema þá samband mitt við mig sjálfa (að takmörkuðu leyti þó), svona í ljósi þess að ég á seðlaveskin og ég hef aflað þess sem þar er geymt – þið ykkar sem hafið lesið þetta með e-ð annað í huga, þekkið mig ekki nógu vel!

Skv. góðri vinkonu þá er ekki töff að útskýra færslur – en ég bara gat ekki annað!!!

Reisubok Barboru Ingu, 14.7.2006 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband