Sprautur I. hluti

c_documents_and_settings_barbara_desktop_barbara_heimurinn_picture_2.jpg

Fyrsta ferð í sprautur lokið – tékk!

Búin að fá 4 sprautur í upphandlegginn, fyrir mænusótt, stífkrampa og barnaveiki, taugaveiki og lifrabólgu a og b (fyrsti hluti af þremur).

Hjúkkan sem sá um þessa “aðgerð” fannst ég ekkert sérstaklega fyndin þegar ég bað um barbí plástur. Hún benti mér á að ég væri orðin fullorðin – ég benti henni á að ég héti Barbara! En henni fannst fyndið þegar ég hörfaði aðeins þegar hún var að fara að stinga fyrstu sprautunni...

Þetta var ekkert vont, en einhverju hluta vegna var ég smá nerfus fyrst.

Þetta var náttúrlega næstum því gefins eins og allt svona lagað. Þetta er svona eins og með jarðafaratilkynningarnar í blöðin, alveg ógeðslega dýrt en maður “getur ekki” sleppt því. Ég hringi ekki og spyr hvað þetta muni kosta og velti því svo fyrir mér hvort ég ætli að gera þetta eða ekki (gerði það bara fyrir fjárhagsáætlunina). Ég hef í rauninni ekkert val, maður mætir bara og síðan borgar maður. Þetta fyrsta skipti kostaði 9000 kall og þessu er ekki lokið, þetta er rétt að byrja... ég spái því að þetta muni vera svona í mestalagi 25.000 kall allt í allt - ég geri að minnstakosti ráð fyrir því!


c_documents_and_settings_barbara_desktop_barbara_heimurinn_picture_1.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Húmorslausa hjúkka! Það verður bara barbíplástur í okkar sjúkrakassa.

Anna Pála Sverrisdóttir, 6.7.2006 kl. 16:14

2 identicon

Hihihi mjög fyndið með barbí plásturinn! Vá ég vissi ekki að sprauturnar kosta svona mikið!!

Bergrún (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband