Hvernig vinnur maður svoleiðis...?

c_documents_and_settings_huldaks_desktop_mi_arnir.jpg

ha...vannst'u heimsreisu... & bíddu bíddu hvernig vinnur maður svoleiðis? eru algengustu “spurningarnar” sem ég hef fengið í sambandi við þessa ferð.  

En hvernig vinnur maður heimsreisu, það eru örugglega margar leiðir til þess en ég veit að mín (óvænta) leið var að vera í viðskiptum við ákveðinn banka, Íslandsbanka.

Málið var nú einfaldlega þannig að ég var úti í banka (512) að vesenast út af íbúðarkaupum (íbúðin á Sólvallagötunni) og var að ræða við þjónustufulltrúann minn.

Hún sagði: ,,barbara ertu ekki alveg örugglega í námsmannaþjónustunni”  - ég sagði ,,ég hef ekki hugmynd – ég þarf þess ekkert – ég þarf ekkert tölvukaupalán eða e-ð svoleiðis” hún sagði þá m.a.: ,,þú færð 2 bíómiða á matrix* ég hugsaði með mér...mig langaði að sjá þá mynd þannig að ég var bara jæja þá, ég tapa allavegana engu á því. síðan bætir hún við; heyrðu og fylltu þetta út og settu í kassann þarna. – ok hvað er þetta leikur! Síðan hélt bara íbúðarvesenið áfram...

Einhverju seinna fékk ég símhringingu, ég var á hinni línunni þannig að það var talað inn á talhólfið. Það var einhver kona sem sagði e-ð á þá leið, ,,er að hringja frá íslandsbanka, hringdu endilega í mig, þetta er ekkert slæmt og ekkert vesen...” ég náttúrulega hringi og var að bíða eftir að e-ð hefði klúðrast í þessum íbúðarkaupum...but no, þú vannst heimsreisu – fyrir tvo – þú varst dregin út. Og ég bara ha? Hvað meinaru? Af hverju?  - það sem fór í gegnum hausinn á mér var að sumblínurnar væru að gera grín af mér og týpískt e-ð svona í grín í útvarpinu. Þannig að ég varð að hljóma töff. En þær voru ekkert að rugla í mér...það var og er satt - ég vann heimsreisu -  ég fór síðan í móttöku í Íslandsbanka og það kom mynd af mér og bankastjóranum í Nesfréttum!!! (sem er klárlega toppurinn sem x-nesbúi - einmitt!!!)

Svona fer maður að því að vinna heimsreisu, maður veit bara ekki af því að maður sé með í heimsreisuleik og í staðinn fær maður að sjá heiminn!

Ég hef nokkrum sinnum verið spurð að því, hvar ég hefði varið stödd þegar það var hringt í þig og hvort ég hefði ekki öskrað...svarið við því er að ég var í íbúðinni - sem var ástæðan fyrir veru minni í bankanum - að tala við iðnaðarmenn. Hélt náttúrulega kúlinu (sbr. vera töff) þannig að ég öskraði ekki. Kláraði samtalið við íslandsbankadömuna og hélt svo áfram að tala við iðnaðarmennina! Þess má geta að ég öskraði samt þegar ég fékk stúdentsritgerðina mína til baka í kvennó, spurning um meiri gleði; góð ritgerðareinkunn eða heimsreisa? - kalt mat!

* gott að ég þurfti að spyrja maríu rún hvaða mynd það var sem ég fékk miða á – þetta gerðist bara í gær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svartir stafir á rauðum grunni eru ekkert að skila sér ofboðslega vel.
Hjördís

Hjördís (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 16:00

2 Smámynd: Reisubok Barboru Ingu

rétt!!!

Reisubok Barboru Ingu, 22.6.2006 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband