tja það eru komin ca. 3 ár síðan en hva sumt tekur bara meiri tíma en annað að skipuleggja. Frá því ég vann ferðina hefur margt breyst vægast sagt, en ferðin hefur ávallt verið með í 5 ára planinu, hvort sem það hefur verið plan a eða b - eða c ef út í það er farið. Ferðafélagar, staðir í heiminum, tímasetningar, bödjet, lengd ferðalags, dótararí með í ferðina, og bara allt hefur breyst oftar en ég get talið. Á köflum hef ég verið á leiðinni að henda þessari ferð, selja hana, fara bara ein, fara bara með fullt af fólki, vera í ferðalagi í marga marga mánuði, koma bara aldrei heim aftur, fara út um allt, fara bara til einnar heimsálfu o.s.frv. - endalaust - það hefur endalaust breyst og ný sjónarhorn komið til skoðunar. Vinkonur, ma&pa og þóra systir hafa hlustað og þolað þetta... kannski í von um að fá að fara með...
Hvernig er staðan á þessari ferð minni - hver veit - ég mun deila því með ykkur hinum hér á veraldarvefnum, ég verð komin til afríku eftir 3 mánuði - 3 mánuðir til stefnu - það er allt að gerast – nú hefst það...
Góða ferð!
------------------------------------------------------------
Ég hélt að ég myndi aldrei vera með blog aftur, frá því að ég var með lélegasta blog í heimi hér um árið, en það er komið að því... maður á víst aldrei að segja aldrei!!!
Markmið þessa bloggs er að blogga um allt tengt þessari heimsreisuferð minni og sem minnst um e-ð annað. Ég er svona að mana mig upp í að vera bara svolítið frökk að setja inn, bara láta það flakka, hversu persónulegt sem það er (en það eru takmörk; ma&pa & sumt kemur bara engum við). Ákvarðanatakan um hvað fer inn og hvað ekki verður vægast sagt ekki málefnaleg.
Tilgangur bloggsins er fyrst og fremst að vera eins konar dagbók um allt tengt þessari ferð. Er það gert fyrir mig sjálfa til að hjálpa mér að rifja upp þegar ég kem heim aftur, en af hverju þá á netinu ... júbb því mig langar að deila þessari reynslu með familíunni og hinum sem skipta mig máli – svo ekki verði um endalausar ferðasögur þegar ég kem heim – það er svo leiðinlegt að hluta á svoleiðis! Ég ætlaði alltaf að fá mér læst blogg þannig að ég gæti stjórnað því hverjir læsu það en ég kann ekki á svoleiðis - og ákvað bara "fokkit" (djúpa laugin) - ég les blogg hjá ótrúlegasta fólki og hef gaman af - ég ætla bara að leyfa fólki eins og mér að njóta, og jafnvel hneykslast - hver hefur ekki gert það!
Flokkur: Bloggar | 15.6.2006 | 16:48 (breytt kl. 17:57) | Facebook
Tenglar
við-ið í 4 mán
kvk&kk
- Alli
- Vigga
- Rúnar nesið
- merin begga, vigga og co.
- Magnús blak - frændinn
- Brynja Lv / Búrfell
- Perlan
- Ingi Freyr
- Gústi
- Halli
- Strumpurinn
- Hrafn
- Auðunn&Vala
- Sty
- Fanney
- Jóhann&Rut
- Þórdís
- Skagfjörð
- Bjarni Már
- Zimsen
- Eva Baldurs
- Vala
- Leifur
- Þórhildur Líndal
- Laufey
- Rún
- Biggi
- Valdi
- Vigdís Eva
- Árni Helga
- Haukur Logi
- Ósk
- Snorri
- Villi Vill
- Kristín Þóra
- Maggi Már
- Gunna Dóra á miðjunni!
- Arndís .is
- Sumblínurnar nesið!
- Diljá Hipp&kúl
- María Rún hrýslin
dótarí
- Vefsetur íslenskra sendiráða o.fl.
- undur veraldar !?!?!
- visa til Ástralíu
- Travelers' Health
- Tíminn
- Gengi
Besti vinur minn
- Íslandsbanki - Glitnir verndari heimsreisunnar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður spennandi að fylgjast með þessu:)
Kv Rut
rut (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 11:35
Þetta er frábært. Gaman að geta fylgst með (í öfund:)).
Kv Guðný Vala
Guðný Vala (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 11:44
Hlakka til að fylgjast með blogginu :)
Kv. Bergrún
Bergrún (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 10:57
Vá, rosalegt...
Fáránlega mikið til hamingju með þetta!
Kv. Arndís
Arndís (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 20:04
takk förir
Reisubok Barboru Ingu, 20.6.2006 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.